Fyrri mynd
Nsta mynd
Hafa samband

Hafa samband

Skilabo
Nafn
Fyrirtki / flag
Email
Smi
Hafa samband me
email      sma
Það má alveg gera eitthvað hægt.
Óþekktur

Lene ZachariassenLene Zachariassen

Lene Zachariassen heiti ég og er fædd árið1961 í Noregi. Æskuárin mín blómstruðu í Vestur Afríku en ég flutti til Íslands árið 1981.

Ég var bóndi í Dæli í Skíðadal fram yfir aldamótin þar sem ég nýtti stundum tímann í að grafa upp gömul vinnubrögð; meðal annars hrosshársvinnu og skinnasútun.

Lene ZachariassenNæst lá leið mín niður að sjó til Hjalteyrar þar ég er núna með vinnustofu í gamla Síldarkastalanum.

Í vinnustofunni minni handsúta ég skinn eftir gamalli aðferðir - ég nota tímann sem verkfæri. Gærur, hrosshúðir, kýrhúðir og selskinn lifna aftur við með mjúkum höndum og hugarfari.
Hlutir og verk fæðast úr mismunandi hráefnum sem unnin eru á staðnum. Verkin eru unnin hér á Hjalteyri frá upphafi til enda og segja sína sögu. Gamla hrosshárs-vinnan á Íslandi hefur lengi átt stóran þátt í sköpunargleði minni. Ég tengi oft skinnin og hrosshárin saman í verkin.

Skinnin og hrosshárin eru efni sem fara oft til spillis í þjóðfélaginu í dag. En þau segja okkur sögu um land og þjóð - fyrir mig er mikilvægt að varðveita þetta allt og miðla því áfram með upplifun og fræðslu.

Lene Zachariassen